Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. október 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Alvaro á förum frá Fylki
Alvaro Montejo Calleja.
Alvaro Montejo Calleja.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Spænski framherjinn Alvaro Montejo Calleja er á förum frá Fylki en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Alvaro gerði tveggja og hálfs árs samning við Fylki þegar hann kom til félagsins í júlí síðastliðnum.

Í samningnum var hins vegar klásúla um að samningurinn dettir úr gildi ef að Fylkir myndi falla niður um deild. Alvaro vill spila áfram á Íslandi næsta sumar.

„Ég vil klárlega spila áfram á Íslandi. Ég kann mjög vel við landið. Ég er ekki með lið á Spáni núna heldur er ég að bíða eftir tilboði frá Íslandi," sagði Alvaro við Fótbolta.net í dag.

Alvaro spilaði sjö leiki með Fylki í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark en hann sýndi ágætis takta með liðinu.

Árið 2014 var Alvaro valinn í lið ársins í 2. deildinni þegar hann skoraði þrettán mörk fyrir Hugin. Hann spilaði einnig þrjá leiki með Hugin í 2. deildinni í fyrra og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner