fim 20. október 2016 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bravo eða Hart? - Sjáðu tölfræðisamanburð
Bravo!
Bravo!
Mynd: Getty Images
Hart mætir hörðu.
Hart mætir hörðu.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Köllin eftir því að fá Joe Hart aftur til Manchester City urðu háværari í gær eftir að Claudio Bravo átti martraðaleik í 4-0 tapi City gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Bravo fékk rauða spjaldið eftir að hafa varið boltann með hendi fyrir utan teig en í aðdragandanum átti hann misheppnaða sendingu beint á mótherja.

Bravo hefur ekki þótt sýna nægilega sannfærandi frammistöðu eftir að hann var fenginn af Pep Guardiola til að verja mark City í stað Joe Hart sem sendur var á lán til Torino á Ítalíu.

Hart hefur staðið sig vel á Ítalíu. Hann hefur spilað tveimur leikjum færra en Bravo en haldið jafn oft hreinu, átt fleiri markvörslur og varið fleiri skot hlutfallslega.

Báðir hafa gert ein mistök sem hafa leitt beint að marki, mistökin hjá Hart komu í hans fyrsta leik með Torino.

Taka verður í myndina að Bravo spilar í deild sem er talin betri og er með vörn fyrir framan sig sem ætti að gefa færri færi á sér en vörn Torino.

Hvernig er tölfræði þeirra í öllum keppnum?
Bravo - Hart

Leikir spilaðir: 8 - 6
Mínútur spilaðar: 683 - 540
Mörk fengin á sig: 9 - 5
Mínútur milli marka fengin á sig: 75,9 - 108
Halda hreinu: 2 - 2
Vörslur: 17 - 19
Mínútur milli varslna: 40,2 - 28,4
Hlutfallsmarkvörslur: 65,4% - 79,2%

Ástæðan fyrir því að Guardiola fékk Bravo í markið er sú að hann telur hann betur henta sínum leikstíl. Hann telur að Bravo sé betri „fótboltamaður" en Hart og tölfræðin segir það sama. Bravo reynir meira að spila boltanum og er með 20% betri nákvæmni en Englendingurinn.

Bravo er með mun færri langar spyrnur en Hart og það sýnir okkur hvernig Guardiola vill að markverðir sínir spili.

Hvernig er tölfræði þeirra í deildarleikjum?
Bravo - Hart
Byrjunarliðsleikir: 6 - 6
Mínútur spilaðar: 540 - 540
Sendingar: 224 - 182
Nákvæmni sendinga: 79,9& - 58,2%
Langar sendingar: 33,7% - 67,6%
Mörk fengin á sig: 7 - 5
Haldið hreinu: 1 - 2
Markvörslur: 14 - 19
Hlutfallsmarkvarsla: 66,7% - 79,2%
Mistök sem leiða beint til marks: 1 - 1

Pep Guardiola stendur þétt við bakið á Bravo.

„Það verða ekki neinar breytingar. Þetta verður áfram svona. Meðan ég verð í þjálfun mun ég reyna að láta markvörðinn minn taka þátt í spilinu," segir Guardiola.

„Stundum koma mistök og stundum þarf að negla boltanum fram en þegar við spilum vel þá byrjar þetta oftast hjá markverðinum."
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner