banner
   fim 20. október 2016 10:07
Magnús Már Einarsson
Færeyjar upp um 37 sæti á heimslistanum - Nýtt met
Gunnar Nielsen er markvörður Færeyinga.
Gunnar Nielsen er markvörður Færeyinga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyingar stökkva upp um 37 sæti á nýjum heimslista FIFA sem var kynntur í dag. Færeyingar eru í 74. sæti listans og hafa aldrei verið jafn ofarlega.

Fyrra metið hjá Færeyingum var 89. sæti fyrr á þessu ári en yfireitt hafa frændur okkar verið fyrir neðan 100. sætið á listanum.

Í síðasta mánuði gerðu Færeyingar markalaust jafntefli við Ungverja í undankeppni HM og þeir fylgdu því eftir með 2-0 sigri á Lettum á dögunum.

Þrátt fyrir 6-0 tap gegn Portúgal þremur dögum eftir leikinn í Lettlandi þá hoppa Færeyingar upp um 37 sæti á heimslistanum.

Færeyingar eru meðal annars á undan Norðmönnum sem eru í 79. sæti og Finnum sem eru í 101. sæti.

Þjóðir eins og Kína, Bolivía, Ísrael og Búlgaría eru einnig á eftir Færeyingum á heimslistanum.

Gunnar Nielsen og Sonni Ragnar Nattestad, leikmenn FH, eru báðir byrjunarliðsmenn hjá Færeyjum og Kaj Leó í Bartalsstovu er á bekknum hjá liðinu. Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram, er leikjahæstur í liði Færeyinga en hann er 38 ára gamall.

Smelltu hér til að sjá heimslistann í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner