fim 20. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Hringdi í Guardiola og bað um að kaupa sig
Powerade
Bonucci tók upp símann og hringdi í Guardiola.
Bonucci tók upp símann og hringdi í Guardiola.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam er orðaður við Sunderland á nýjan leik.
Stóri Sam er orðaður við Sunderland á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að skoða slúðurpakka dagsins á þessum fína fimmtudegi.



Sam Allardyce gæti tekið við Sunderland á nýjan leik ef kínverskir fjárfestar kaupa félagið. (Sun)

Martin Bain, framkvæmdastjóri Sunderland, segir að staða David Moyes sé örugg þrátt fyrir skelfilega byrjun á tímabilinu. (Sunerland)

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, vildi svo mikið spila undir stjórn Pep Guardiola að hann hringdi í stjórann þegar hann tók við Manchester City í sumar. (Daily Mirror)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, fær spurningar um 2,65 milljóna punda árslaun sín á aðalfundi félagsins í dag. (Daily Mail)

Manchester United ætlar ekki að breyta ferðaáætlun sinni til London fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudag. United ætlar að hafa sömu ferðáætlun og þegar liðið lék í London á síðasta tímabili en þá mætti það of seint í leiki gegn Tottenham og West Ham eftir umferðartafir. (Daily Mail)

Danny Simpson segir að Leicester geti unnið Meistaradeildin á þessu tímabili. (Daily Star)

Simpson segir að hitafundur eftir 3-0 tapið gegn Chelsea á laugardag hafi fengið leikmenn aftur í gang. (Daily Express)

Mamadou Sakho er að komast í sitt besta form en hann æfir þessa dagana með U23 ára liði Liverpool. (Liverpool Echo)

Georginio Wijnaldum er byrjaður að æfa aftur með Liverpool en meiðsli á læri komu í veg fyrir að hann spilaði gegn Manchester United í fyrrakvöld. (Daily Mirror)

Newcastle er að íhuga að kaupa varnarmanninn Tamas Kadar aftur til félagsins en hann er í dag hjá Lech Poznan. (Newcastle Chronicle)

Mauricio Pochettino segir að fjölmiðlar séu að búa til vandamál sem er ekki til með því að tala um Kevin Wimmer sem var ekki í hóp gegn Bayer Leverkusen. (ESPN)

Alex Oxlade-Chamberlain verður áfram hjá Arsenal þrátt fyrir óvissu um framtíð hans. Þetta segir Arsene Wenger. (London Evening Standard)

Jan Vertonghen segist ekki vilja skipta neinum í heiminum út fyrir Hugo Lloris. Vertonghen vill að Tottenham bjóði Lloris nýjan samning sem fyrst. (Evening Standard)

Dieumerci Mbokani spilar ekki meira með Hull í mánuðinum vegna meiðsla. (Hull Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner