Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2016 23:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Þurfum að vera tilbúnir í átök og þolinmæði
Klopp gerir sig kláran í West Brom.
Klopp gerir sig kláran í West Brom.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að sitt lið verði að vera tilbúið fyrir líkamleg átök gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Hann segir að Tony Pulis og hans menn muni reyna allt til að gera lífið leitt fyrir Liverpool. West Brom muni leggja upp úr háloftaboltum og vinna með að eyðileggja flotið í spili rauðliða.

„West Brom spilar eins og West Brom. Tony Pulis fer ákveðna leið og hann er mjög reyndur í henni," segir Klopp.

„Við munum ekki fá mikið pláss, allir þekkja West Brom og hvernig liðið verst. Það er ekki auðvelt að komast í gegnum þá. Ég kalla eftir þolinmæði frá leikmönnum og líka áhorfendum okkar á Anfield."

„Það er erfitt að verjast föstum leikatriðum West Brom, ekki bara fyrir okkur heldur öll lið í deildinni. Við þurfum að mæta tilbúnir og finna rétta leið til að mæta þeim."
Athugasemdir
banner
banner