Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Koeman um Barkley: Er ekki lengur efnilegur strákur
Ekki lítill lengur.
Ekki lítill lengur.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að miðjumaður Ross Barkley þurfi að stíga upp, hann sé ekki lengur efnilegur.

Þessi 22 ára leikmaður var tekinn út úr liðinu fyrir 1-1 jafntefli gegn Manchester City um síðustu helgi

Koeman vonar að bekkjarsetan virki sem „spark í rassinn" fyrir Barkley.

„Hann er búinn að spila fjögur ár með aðalliðinu. Það er ekki lengur litið á hann sem efnilegan leikmann, hann þarf að sýna að hann hafi tekið framförum," segir Koeman.

„Ég hef enn trú á hæfileikum hans en ef ég er ekki alveg sáttur þá byrjar hann ekki. Hann var skiljanlega svekktur yfir því að vera á bekknum."

Barkley hefur spilað 119 leiki fyrir Everton síðan hann lék sinn fyrsta leik í ágúst 2011 þegar hann var 17 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner