Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 10:32
Magnús Már Einarsson
Með 100 þúsund á mánuði - Gæti spilað í úrvalsdeildinni um helgina
Josh Tymon.
Josh Tymon.
Mynd: Getty Images
Josh Tymon gæti orðið einn launalægsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi ef hann fær tækifærið með Hull gegn Stoke um helgina.

Hinn 17 ára gamli Tymon er ennþá á unglingasamningi hjá Hull sem færir honum 160 pund á viku (22.500 krónur).

Hann er því með í kringum 100 þúsund krónur í laun á mánuði hjá liðinu.

Það er langt frá þeim upphæðum sem aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru að fá í laun.

Til samanburðar er Joe Allen, miðjumaður Stoke, með 75 þúsund pund (10,5 milljónir króna) í laun á viku en hann gæti mætt Tymon um helgina.

Vinstri bakvörðurinn Andy Robertson meiddist gegn Bournemouth um síðustu helgi og verður frá keppni næstu tvo mánuðina.

Þar sem Hull er með mjög lítinn hóp þá er Tymon eini leikfæri vinstri bakvörðurinn sem er í hópnum hjá liðinu.

Þó gæti Sam Clucas einnig spilað í bakverði en hann er vanari því að vera á miðjunni.

Hull hefur verið að leita að samningslausum vinstri bakverði til að fylla skarð Robertson en sú leit hefur gengið illa.

Tymon, sem er í enska U17 ára landsliðinu, er því líklegur til að fá sénsinn en hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Hull í enska bikarnum á síðasta tímabili, þá 16 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner