Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 21:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho um Pogba: Fyrir tveim dögum var hann verstur í deildinni
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United var vitaskuld kátur eftir 4-1 sigur á Fenerbache í Evrópudeildinni í kvöld.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Paul Pogba skorað tvö mörk í leiknum.

„Þetta eru þrjú stig og okkur vantaði þrjú stig. Við vissum að það yrði mikilvægt að fá níu stig á heimavelli eftir tap í fyrsta leiknum ásamt því að ná í nokkur stig á útivelli svo það er mjög mikilvægt að hafa náð sigrinum."

„Þetta var góður leikur. Þeir voru mjög skipulagðir en eftir að við skorum úr tveim vítaspyrnum, sem voru alltaf vítaspyrnur, varð þetta þægilegra. Við hættum eftir fjórða markið en þá vantaði einbeittingu hjá okkur."

Mourinho var spurður út í Pogba sem átti slakan leik gegn Liverpool í deildinni á mánudag.

„Fyrir tveim dögum var hann versti leikmaðurinn í deildinni og 48 tímum síðar er hann geggjaður. Hann þarf tíma, ég var á ítalíu og ég þekki ítalska boltann. Það tekur tíma að aðlagast."
Athugasemdir
banner
banner
banner