Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Neil Warnock: Myndi henta mér að þjálfa Ísland
Ætlar að gera Aron að lykilmanni hjá sér
Neil Warnock hress og kátur.
Neil Warnock hress og kátur.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, nýr stjóri Cardiff, er staðráðinn í því að ná það besta út úr Aroni Einari Gunnarssyni. Warnock hefur verið mjög ánægður með frammistöðu Arons í fyrstu tveimur leikjum sínum við stjórnvölinn og segist sjá sömu hluti frá honum og voru á EM í Frakklandi í sumar.

Aron hefur ekki átt fast sæti hjá Cardiff, hvorki undir Russell Slade né Paul Trollope.

Frammistaða Arons með íslenska landsliðinu, þar sem hann er fyrirliði, hefur ekki farið framhjá Warnock sem telur að Aron sé nú farinn að sýna svipaða frammistöðu og hann gerir fyrir þjóð sína.

Aron var frábær í fyrsta leik Warnock við stjórnvölinn í Championship-deildinni, sigrinum gegn Bristol City síðasta föstudag.

„Hann er að verða öflugri og komast í betra stand. Hann getur verið lykilmaður hjá okkur eins og hann er fyrir þjóð sína," segir Warnock.

„Ég held að ef ég yrði landsliðsþjálfari þá myndi Ísland henta mér. Hann spilar fyrir mig eins og hann gerir fyrir Ísland, og þeir gerðu ekki slæma hluti gegn Englandi er það nokkuð?"

„Ég tel að hann þurfi að spila í því umverfi sem hentar honum, fá að spila sinn leik. Það eru ekki margir betri þegar kemur að því."
Athugasemdir
banner
banner
banner