fim 20. október 2016 11:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Robben segir Guardiola vera andsetinn
Arjen Robben
Arjen Robben
Mynd: Getty Images
Arjen Robben, vængmaður Bayern Munchen, var spurður um muninn á Carlo Ancelotti, núverandi stjóra sínum og Pep Guardiola, fyrrum þjálfara sínum.

Guardiola yfirgaf Bayern eftir þrjú ár hjá félaginu, til að taka við Manchester City og kom Ancelotti í hans stað.

„Maður verður að fara varlega þegar maður ber tvo þjálfara saman. Ef þú segir að annar þeirra sé góður í einhverju, þýðir það ekki að hinn sé lélegur í því," sagði Robben.

„Pep er andsetinn þegar það kemur að fótbolta, hann hugsar um hann í 24 tíma á dag en okkur gekk mjög vel undir hans stjórn. Ég kunni mikið að meta Pep."

„Ancelotti er mjög rólegur miðað við Guardiola en mér líkar mjög vel að spila fyrir hann," sagði Robben að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner