Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2016 09:10
Arnar Daði Arnarsson
Steinþór Freyr í KA (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Viking
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi hefur ákveðið að söðla um og skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Steinþór Freyr er sóknarmaður og getur leikið flestar stöður framarlega á vellinum. Hann er samningsbundinn Viking Stavanger en er á láni hjá Sandnes Ulf í næst efstu deild í Noregi. Samningur hans við Viking rennur út um áramótin og mun hann þá ganga í raðir KA.

Steinþór sem er uppalinn í Breiðablik á 130 meistaraflokksleiki að baki hér á Íslandi, með Breiðablik og Stjörnunni en hann lék með Stjörnunni sumarin 2009 og 2010 áður en hann hann fór í atvinnumennsku í Svíþjóð.

Steinþór hefur leikið 8 landsleiki fyrir Ísland og fjölmarga yngri landsliðsleiki.

Steinþór er annar leikmaðurinn sem KA fær í vikunni, en fyrr í vikunni var greint frá því að Kristófer Páll Viðarsson hafi verið lánaður í KA frá Víking R. en Kristófer spilaði með Leikni F. í Inkasso-deildinni í sumar. Þá hefur KA einnig keypt Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk en hann var í láni hjá liðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner