Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. október 2016 09:17
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða KA 
Steinþór Freyr: Nenni ekki að mæta Tuðmanni
Steinþór Freyr tekur eitt af sínum frægu flikk-flakk innköstum í leik með Stjörnunni árið 2010.
Steinþór Freyr tekur eitt af sínum frægu flikk-flakk innköstum í leik með Stjörnunni árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur gengið frá tveggja ára samningi við KA. Hann snýr aftur í Pepsi-deildina næsta sumar eftir sex ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð.

„Ég valdi KA því að ég nenni ekki að mæta Tuðmanni (Guðmanni Þórissyni) á vellinum. Betra að hafa hann í sínu liði," sagði Steinþór í viðtali við heimasíðu KA eftir að samningurinn var í höfn en hann og Guðmann ólust upp saman hjá Breiaðbliki.

„En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins."

„Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekkir en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig.“


Steinþór er spenntur fyrir því að spila með KA-mönnum í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Það er nú ansi langt síðan ég spilaði (í Pepsi-deildinni) en auðvitað er íslenski boltinn alltaf að verða sterkari og betri þannig að þetta verður gott „challange“ og vonandi náum við sem lið að sýna að KA á fullt erindi í efstu deild," sagði Steinþór við heimasíðu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner