fim 20. október 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Webb opinberar hverjir voru mest böggandi
Howard Webb
Howard Webb
Mynd: Getty Images
Howard Webb, fyrrum dómari ensku úrvalsdeildarinnar, hefur viðurkennt hvaða leikmenn og þjálfarar fóru mest í taugarnar á sér er hann bar flautuna.

Webb er nú 45 ára en hann vinnur sem spekingur hjá BT Sports sjónvarpsstöðinni.

Hann byrjaði á að tala um erfiðistu vellina til að dæma á þar sem hann nefnir Brittania hjá Stoke og Goodison Park, heimavöll Everton.

„Everton var sérstaklega slæmt. Það var alveg sama hversu augljóst brotið var, það varð alltaf allt vitlaust," sagði Webb sem fór síðan að tala um leikmenn sem fóru í taugarnar á sér.

„Joey Barton og Robbie Savage voru ekki svo slæmir. Það var hægt að spjalla við þá og þeir höfðu húmor. Craig Bellamy, var hins vegar mjög slæmur. Hann var fljótur að gagnrýna þig og hafði lítinn áhuga á að hlusta á hvað aðrir höfðu að segja."

Webb segir að David Moyes hafi verið versti þjálfarinn til að dæma hjá.

„Hann var fljótur að gagnrýna mann. Hann öskraði ekki á mann eins og Neil Warnock en hann var meira ósammála manni en nokkur annar," sagði Webb.
Athugasemdir
banner
banner
banner