Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   fös 20. október 2017 17:19
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Dagný: Þungu fargi létt eftir fyrstu fótboltamörkin mín á árinu
Dagný í leiknum í dag.
Dagný í leiknum í dag.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var geðveikt, við vorum ógeðslega flottar og spiluðum hrikalega vel varnarlega og sköpuðum okkur mikið sóknarlega," sagði Dagný Brynjarsdóttir miðjumaður Íslands eftir frækinn 2-3 sigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 2 -  3 Ísland

„Við nýttum ekki öll færin en nýttum 3 sem er mjög mikið á móti svona sterku liði. Við förum mjög sáttar heim í dag."

Fyrir leikinn ræddu íslensku leikmennirnir og þjálfararnir mikið um að vera með plan fyrir leikinn og það virtist allt ganga upp?

„Já algjörlega, starfsfólkið okkar var búið að taka þær mjög vel út. Við gerðum bara það sem við áttum að gera og framkvæmdum það vel og uppskárum 3 stig."

Dagný var frábær í leiknum í dag, og skoraði tvö mörk liðsins.

„Það var þungu fargi af mér létt. Þetta voru fyrstu fótboltamörkin sem ég skora á árinu, bæði með landsliðinu og Portland. Þetta var góð tilfinning ég viðurkenni það."

Nánar er rætt við hana í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner