Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. október 2017 21:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Nýliðar Brighton fóru illa með West Ham
Brighton vann öruggan sigur á West Ham á heimavelli West Ham
Brighton vann öruggan sigur á West Ham á heimavelli West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 3 Brighton
0-1 Glenn Murray ('10 )
0-2 Jose Izquierdo ('45 )
0-3 Glenn Murray ('75 , víti)

Nýliðar Brighton fóru illa með West Ham á London leikvanginum í London í kvöld. Brighton vann með þremur mörkum gegn engu.

Enski framherjinn Glenn Murray kom gestunum yfir strax á 10. mínútu áður en Jose Izquierdo bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks.

Murray skoraði þriðja mark Brighton eftir að hann fiskaði vítaspyrnu þar sem Pablo Zabaleta braut á Murray.

Brighton spilaði frábæran bolta á London leikvanginum og West Ham átti í raun aldrei möguleika.

Sætið hans Slaven Bilic, knattspyrnustjóra West Ham, er ansi heitt þessa stundina og er fastlega búist við því að þetta hafi verið hans síðasti leikur sem stjóri félagsins.

Brighton er í 10. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan West Ham er í 17. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner