Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. október 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Frábær tölfræði Gabriel Jesus
Gabriel Jesus hefur skorað 13 mörk í 15 fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Gabriel Jesus hefur skorað 13 mörk í 15 fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Gabriel Jesus hefur verið hreinlega magnaður með Manchester City á þessu tímabili og skorar á 80 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni.

City trónir á toppi ensku deildarinnar með sjö sigra úr átta leikjum og 29 mörk skoruð. Kevin De Bruyne hefur fengið stærsta skammtinn af hrósi en Gabriel Jesus á einnig skilið mikið lof.

Ásamt Alvaro Morata, Harry Kane og liðsfélögum sínum Sergio Aguero og Raheem Sterling hefur Jesus skorað sex mörk í deildinni. Romelu Lukaku er markahæstur með sjö mörk en Jesus er þó skeinuhættari fyrir framan mark andstæðingana.

Lukaku skorar að meðaltali á 103 mínútna fresti. Jesus er með 31,6% nýtingu en Lukaku 21,9%.

Aðeins jamie Vardy er með betri nýtingu (35,7%) af tíu markahæstu leikmönnum deildarinnar.

Jesus hefur átt 19 skot í 480 mínútum í ensku úrvalsdeildinni og þar af fer 62,5% á markið.

Jesus hefur átt beinan þátt í 21 marki í öllum keppnum, 15 mörk og 6 stoðsendingar . Þá hefur þessi tvítugi strákur einnig skorað 7 mörk í 10 landsleikjum fyrir Brasilíu í undankeppni HM.

Pep Guardiola, stjóri City. segir að Jesus geti þó enn bætt sig helling og verður spennandi að sjá hversu langt leikmaðurinn mun ná.

City mætir Burnley um helgina í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner