Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. október 2017 11:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Heimild: Wikipedias: Brita-Arena 
Ísland mætir Þýskalandi á Brita-leikvanginum
Brita-leikvangurinn þar sem Ísland spilar við Þýskaland síðar í dag
Brita-leikvangurinn þar sem Ísland spilar við Þýskaland síðar í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ísland og Þýskaland spila í undankeppni Heimsmeistaramótsins síðar í dag. Um er að ræða annan leik Íslands í undankeppninni en leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Leikið verður á Brita-leikvanginum í Wiesbaden. Völlurinn er heimavöllur SV Wehen Wiesbaden sem leikur í 3. deild og tekur 12.066 áhorfendur.

Völlurinn var formlega opnaður í október 2007 en þá mættu heimamenn í SV Wehen Wiesbaden stórliði Borussia Dortmund. Þýska knattspyrnusambandið hefur nýtt völlinn í þónokkur landsliðsverkefni. U21 lið karla hefur til að mynda spilað þar nokkra leiki. Þá vann þýska kvennalandsliðið sinn stærsta sigur frá upphafi á vellinum þegar þær gjörsigruðu lið Kazakstan 17-0 haustið 2011.

Stelpurnar okkar æfðu á vellinum í gær og virtist líka vel. Völlurinn leit vel út og öll aðstaða og umgjörð til fyrirmyndar. Til að mynda var búið að merkja íslenska varamannabekkinn með íslenska fánanum, sem og leikmannaútganginn. Þá prýðir KSÍ-merkið glerhurð fyrir utan búningsklefa íslensku leikmannanna.

Á blaðamannafundi þýska liðsins í gær kom fram að um 3.500 miðar hafa verið seldir á leikinn en heimildarmenn okkar úr röðum heimamanna eiga von á mun fleiri áhorfendum. Það verður gaman að sjá hvernig stemmninginn verður en völlurinn er þónokkur gryfja og áhorfendur í fremstu sætum sitja aðeins um 5 metra frá vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner