fös 20. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Toppliðin mætast í beinni útsendingu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er spennandi helgi framundan í ítalska boltanum þar sem Napoli tekur á móti Inter í toppslagnum annað kvöld, eftir viðureign Sampdoria og Crotone. Leikirnir verða að sjálfsögðu sýndir á SportTV, bæði í sjónvarpinu og á netinu.

Napoli er með fullt hús stiga eftir átta umferðir en Inter er búið að vinna sjö og gera eitt jafntefli.

Sunnudagurinn hefst á slagnum um Veróna, þar sem heimamenn í Chievo hafa verið að gera góða hluti og eru taplausir síðustu fimm leiki.

Milan tekur á móti Genoa, Torino mætir Roma og Fiorentina heimsækir Benevento áður en Juventus fer til Udine.

Juve er búið að tapa og gera jafntefli síðustu tvær umferðir en Udinese er í neðri hluta deildarinnar og er búið að tapa fjórum af síðustu fimm.

Lazio tekur svo á móti Cagliari í lokaleik dagsins, en Lazio er jafnt Juve á stigum í fjórða sæti.

Laugardagur:
16:00 Sampdoria - Crotone (SportTV)
18:45 Napoli - Inter (SportTV)

Sunnudagur:
10:30 Chievo - Verona (SportTV)
13:00 Milan - Genoa (SportTV)
13:00 Atalanta - Bologna
13:00 Benevento - Fiorentina
13:00 Spal - Sassuolo
13:00 Torino - Roma
16:00 Udinese - Juventus (SportTV)
18:45 Lazio - Cagliari (SportTV)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner