fös 20. október 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Jarlinn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar er mikill aðdáandi Benítez og spáir honum sigri.
Gunnar er mikill aðdáandi Benítez og spáir honum sigri.
Mynd: Getty Images
Skorar Defoe?
Skorar Defoe?
Mynd: Getty Images
Spámaður vikunnar er Gunnar Jarl Jónsson sem hefur verið einn af okkar bestu dómurum. Gunnar hefur lagt flautuna á hilluna, í bili að minnsta kosti, en er farinn að láta til sín taka á Twitter.

West Ham 1 - 1 Brighton (í kvöld klukkan 19)
West Ham að valda vonbrigðum, ekkert flóknara en það. Brighton er lið sem verður að halda sér uppi, flott stemning í kringum klúbbinn og bærinn afbragð. Þeir ná í jafntefli, stál í stál.

Chelsea 2 - 0 Watford (á morgun 11:30)
Chelsea má ekki við neinu öðru en sigri í þessum leik. Töpuðu 5 leikjum allt tímabilið í fyrra en nú þegar með 3 tapleiki. Watford verið að gera geggjaða hluti og aðeins tapað einum leik. Þetta tímabilið er gott sem búið ef Chelsea klárar þetta ekki. Þeir sigla þessu í hús.

Huddersfield 0 - 2 Man Utd (á morgun 14)
Mourinho veit nákvæmlega hvað þarf til að ná í þrjú stig gegn Wagner og hans mönnum. Þeir gera það sem þarf. Huddersfield í þvílíku basli að skora mörk en hafa verið þéttir til baka. Sé samt ekkert nema sigur hjá gestunum. Varnarleikurinn frábær og liðið hefur verið að klára liðin í neðri hlutanum frekar sannfærandi.

Man City 1 - 0 Burnley (á morgun 14)
Frammistaða City algjörlega í ruglinu. Mörkin, stoðsendingarnar í leiknum gegn Stoke unaður. Einhverjir myndu segja að liðið væri óstöðvandi en á síðustu leiktíð unnu þeir fyrstu 6 leikina en hikstuðu síðan. Virka ekki líklegir til þess þó þessa stundina, 29 mörk skoruð er galin niðurstaða. Burnley aftur á móti verið hrikalega þéttir og aðeins fengið á sig 6 mörk í 8 leikjum. Munu ekki ná að halda aftur af City þrátt fyrir hetjulega framgöngu.

Newcastle 2 - 0 Crystal Palace (á morgun 14)
Get ekki sagt að ég sé á Roy Hodgson vagninum. Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð gegn Chelsea ætla ég að segja að Rafa og hans menn klári þetta á öflugum heimavelli. Verður hörkuleikur.

Swansea 0 - 1 Leicester City (á morgun 14)
Ég hef trú á Paul Clement en mannskapur Swansea er bara langt frá því að vera nógu öflugur. Mæta stjóralausu liði og ég ætla að tippa á að gæði Leicester séu meiri en hjá Leicester.

Stoke 1 - 2 Bournemouth (á morgun 14)
Bæði lið verið slöpp. Gestirnir verið sóknarlega steingeldir og Defoe ekki verið sá maður sem þeir vonuðust eftir. Ætla samt að spá þeim óvæntum útisigri og stíflan gefur sig!

Southampton 0 - 0 WBA (á morgun 16:30)
Engin skemmtun hér á ferð. Liðin ekki skorað mark að meðaltali í leik, undir því. Verður hundlélegt og markalaust.

Everton 1 - 2 Arsenal (laugardag 12:30)
Innkaup Everton voru einfaldlega ekki nægilega markviss. Aðeins skorað 5 mörk og orðið vel heitt undir Koeman. Vonandi hrekkur Gylfi í gang og setur eitt en ég hallast að útisigri sem yrði lífsnauðsynlegur fyrir Arsenal.

Tottenham 1 - 2 Liverpool (laugardag 15)
Ekkert lið í sætum 1-14 fengið fleiri mörk á sig en Liverpool fyrir utan Watford. Það segir ýmislegt. Liverpool vantað að reka smiðshöggið á leikina hingað til og þurfa nauðsynlega á sigri að halda því annars ná Tottenham 7 stiga forystu á Liverpool. Stórmeistarajafntefli í kortunum hér en ég hallast að því að Liverpool nái í þennan lífsnauðsynlega sigur á öflugu liði Tottenham.

Fyrri spámenn:
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner