Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. október 2017 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Jose Fonte biður stuðningsmenn afsökunar
Jose Fonte
Jose Fonte
Mynd: Getty Images
Jose Fonte, leikmaður West Ham á Englandi, var allt annað en sáttur eftir 3-0 tap liðsins gegn Brighton í kvöld. Hann biður stuðningsmenn afsökunar.

West Ham er í afar slæmri stöðu og situr í 17. sæti deildarinnar með 8 stig eftir tapið í kvöld.

Brighton skoraði þrjú gegn West Ham þar sem Glenn Murray gerði tvö mörk en stuðningsmenn West Ham bauluðu á sína leikmenn á London-leikvanginum í kvöld.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta er eitthvað sem við verðum að læra af," sagði Fonte.

„Ég myndi ekki segja að þetta sé óásættanlegt. Leikmennirnir reyndu sitt besta en stundum ganga hlutirnir ekki upp."

„Stuðningsmönnunum líkar ekki vel við það að tapa 3-0 heima og okkur líkar ekki vel við það heldur. Við erum allir pirraðir yfir þessu og biðjumst afsökunar. Við munum halda áfram að leggja hart að okkur á æfingum núna,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner