Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. október 2017 09:40
Elvar Geir Magnússon
Özil býst við að fara til Man Utd
Powerade
Mesut Özil, leikmaður Arsenal.
Mesut Özil, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
Það er kominn föstudagur. Sá dagur á það sameiginlegt með öðrum dögum vikunnar að þá slúðra ensku götublöðin. BBC tók saman.

Mesut Özil (29) hefur sagt liðsfélögum sínum að hann muni fara í Manchester United. (Mirror)

Real Madrid er tilbúið að bjóða Tottenham að fá Karim Benzema (29) til að liðka fyrir því að fá Harry Kane (24) öfuga lið. (El Gol Digital)

Manchester United er tilbúið að framlengja við miðjumanninn Ander Herrera (28) og er einnig bjartsýni á nýjan samning við Marouane Fellaini (29). (Express)

Sean Dyche, stjóri Burnley, vill ekki útiloka það að hann taki við stjórastarfinu hjá Leicester. (Mirror)

Möguleikar Chelsea á að fá miðjumanninn Radja Nainggolan (29) hafa aukist eftir því að leikmaðurinn talaði á jákvæðan hátt um ensku deildina. (Star)

Real Madrid sér eftir því að hafa ekki selt Gareth Bale (28) til Manchester United í sumar. (Diario Gol)

Inter hyggst kaupa Ramires (30) frá Chelsea í janúar eftir að hafa gert samkomulag við Jiangsu Suning í Kína um lán. (Gazetta dello Sport)

Arjen Robben (33), vængmaður Bayern München, er ekki að drífa sig að skrifa undir nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út á næsta ári. (FourFourTwo)

Luiz Felipe Scolari, fyrrum stjóri Chelsea, er á förum frá Guangzhou Evergrande í Kína eftir þrjú ár við stjórnvölinn. (Mail)

Liverpool ætlar ekki að selja James Milner (31) í janúar en leikmaðurinn er enn í áætlunum Jurgen Klopp. (Telegraph)

Manchester United og Arsenal hafa áhuga á þýska leikmanninum Marco Reus (28) en Borussia Dortmund vill að hann verði áfram. (Star)

Aymeric Laporte (23) varnarmaður Athletic Bilbao segist hafa hafnað bæði Manchester City og Chelsea í sumar því hann er ánægður hjá spænska félaginu. (L'Equipe)

Manchester United hefur áhuga á Umaro Embalo (17) hjá Benfica. (Sun)

Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að miðjumaðurinn Davy Klaassen (24) sé í erfiðleikjum með að fóta sig síðan hann var keyptur á 25 milljónir punda í sumar. (Liverpool Echo)

Cristiano Ronaldo er ekki lengur launahæsti frægi einstaklingur heims. JK Rowling, höfundur Harry Potter, hefur tekið efsta sætið. (Forbes)

Leikmenn Chelsea eru óánægðir með erfiða æfingaáætlun Antonio Conte. Þeir telja að hún sé ástæðan fyrir döpru gengi í deildinni og meiðslavandræðum liðsins. (Times)

Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, segir að Jose Mourinho sé besti þjálfari sem hann hafi unnið með. (Elevate)

Nathan Redmond, framherji Southampton, ætlar að gefa pening til góðgerðarmála fyrir hvert mark og hverja stoðsendingu á þessu tímabili. (TalkSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner