Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. október 2017 10:25
Elvar Geir Magnússon
Putin bauð Blatter á HM í Rússlandi
Putin er spenntur fyrir HM.
Putin er spenntur fyrir HM.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur þegið boð frá Vladimir Putin Rússlandsforseta um að mæta á HM í Rússlandi á næsta ári.

Blatter gæti því verið í stúkunni þegar íslenska landsliðið leikur listir sínar á stærsta fótboltasviði heims.

Blatter lét af störfum sem forseti FIFA vegna spillingamála 2015.

FIFA bannaði Blatter frá afskiptum af fótbolta í átta ár en sú refsing var síðar stytt niður í sex ár eftir áfrýjun.

„Ég mun skella mér á HM í Rússlandi. Ég fékk boð frá Putin forseta," segir Blatter sem er orðinn 81 árs.

Árið 2010 var tilkynnt að Rússland fengi að halda HM 2018 og að Katar fengi mótið 2022. Bæði lönd voru sökuð um mútur í aðdraganda þess að fá HM.

HM á næsta ári hefst 14. júní en síðasta HM í Evrópu fór fram 2006.
Athugasemdir
banner
banner