Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. október 2017 14:24
Elvar Geir Magnússon
Sá fyrsti sem enska sambandið dæmir í bann fyrir leikaraskap
Shaun Miller.
Shaun Miller.
Mynd: Getty Images
Shaun Miller, framherji Carlisle, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna leikaraskaps í leik Carlisle og Wycombe.

Nýjar reglur tóku gildi hjá enska knattspyrnusambandinu fyrir þetta tímabil og nú er sérstök nefnd sem getur dæmt menn í leikbönn eftirá fyrir leikaraskap.

Miller veiddi dómarann í gildru og Carlisle fékk vítaspyrnu sem liðið skoraði úr.

Þriggja manna nefnd sagði ljóst að Miller hefði látið sig detta og var þessi þrítugi leikmaður dæmdur í bann. Hann er því sá fyrsti á Englandi sem fer í leikbann með þessum hætti.

Nefndin skoðar bara atvik sem leiða til þess að dæmd sé vítaspyrna eða andstæðingur rekinn af velli.
Athugasemdir
banner
banner