Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. október 2017 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Þýskir miðlar: Þjóðverjar til skammar gegn Íslandi
Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag
Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þýskir fjölmiðlar eru gáttaðir á tapi þýska kvennlandsliðsins gegn Íslandi í undankeppni HM í kvöld en Ísland vann leikinn 3-2 þar sem Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö mörk.

Eins og áður hefur komið fram hér á Fótbolti.net er sigurinn sögulegur en þetta er fyrsta tap þýska liðsins í undankeppni síðan 1998.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, sagðist hafa fundið veikleika í þýska liðinu þegar hann tilkynnti hópinn fyrir stuttu síðan og það reyndist rétt.

Þýsku miðlarnir eru í losti yfir þessu tapi en Sport.de segir tapið vera skammarlegt fyrir Þýskaland.

Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner