Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. nóvember 2014 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: AZ Alkmaar 
Grétar Rafn aftur til AZ Alkmaar
Grétar Rafn í góðra manna hóp.
Grétar Rafn í góðra manna hóp.
Mynd: Dutch Football
Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur hafið störf hjá sínu gamla félagi AZ Alkmaar.

Grétar Rafn hefur undanfarið stundað nám í stjórnunarstörfum í fótbolta og er um að ræða starfsnám hjá hollenska félaginu sem hann spilaði með í þrjú ár.

,,Ég lærði nýlega stjórnun í fótbolta. Eftir að hafa talað við stjórn AZ var ég mjög spenntur fyrir því að koma hingað fyrir starfsnámið," sagði Grétar Rafn við heimasíðu AZ.

,,AZ er opið fyrir hugmyndum. Ég vil líta á mig sem fagmann en ekki fyrrum atvinnumann. Í gegnum nám mitt og viðtöl með mörgum félögum kem ég með reynslu og þekkingu."

Grétar Rafn yfirgaf AZ í janúar 2008 og gekk í raðir Bolton.
Hann lék einnig með Young Boys, Kayserispor og ÍA á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner