Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. nóvember 2014 16:32
Elvar Geir Magnússon
Man Utd dregur til baka fréttir af meiðslum Daley Blind
Óvíst hve lengi hann verður frá
Blind í leik með Hollandi á Laugardalsvelli.
Blind í leik með Hollandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United tilkynnti á Twitter síðu sinni að Daley Blind verði líklega frá í hálft ár vegna meiðsla á hné. Sú frétt hefur verið dregin til baka en þó sagt að hann spili ekki á næstunni.

„Hann er með hnélíf en eftir tíu daga hvíld mun hann fara í aðra myndatöku sem mun gefa okkur frekari fréttir af hans meiðslum," sagði Louis van Gaal á fréttamannafundi.

Allir helstu fjölmiðlar Englands, þar á meðal BBC og Guardian, tóku tilkynningu United upp í gegnum Twitter og gerðu frétt um að tímabilinu væri líklega lokið hjá Hollendingnum.

Þær fullyrðingar eiga þó ekki við rök að styðjast en ljóst að hann verður frá í einhvern tíma. Þessi mál ættu að skýrast betur á næstu dögum.

Blind var keyptur til United frá Ajax í sumar en hann getur bæði leikið sem vinstri bakvörður og sem miðjumaður.

Þessi 24 ára leikmaður meiddist í 6-0 sigri Hollands gegn Lettlandi í undankeppni EM.

Ótrúleg meiðslavandræði hafa herjað á Manchester United en það eru þó ekki aðeins slæmar fréttir því Van Gaal segir að David de Gea og Angel Di Maria verði báðir klárir í slaginn á laugardag þegar liðið mætir Arsenal.

Luke Shaw er tæpur fyrir leikinn en reiknað er með að Michael Carrick geti leikið.



Athugasemdir
banner
banner
banner