Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. nóvember 2014 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Ráðning Mackay umdeild - Wigan missir styrktaraðila
Malky Mackay er stjóri Wigan.
Malky Mackay er stjóri Wigan.
Mynd: Getty Images
Eldhústækjaframleiðandinn Premier Range hefur rift samstarfssamningi sínum við Championship-deildarlið Wigan í kjölfarið á ráðningu Malky Mackay sem stjóra liðsins.

Ráðningin var staðfesti í gær og tók hinn 42 ára gamli Mackay við félaginu, en hann liggur undir rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu vegna fjölda textaskilaboða sem hann sendi. Þóttu þau bera með sér kynþáttaníð og hommahatur.


Premier Range hóf samstarf við Wigan í júlí og hefur merki fyrirtækisins verið aftan á treyju Wigan á þessari leiktíð.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ráðningin á Mackay setji því skorður það sem það muni ekki starfa með manni sem hefur jafn umdeildar skoðanir og textaskilaboðin gáfu í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner