fim 20. nóvember 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Ronaldo eða Bale til Man Utd?
Powerade
Ronaldo er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Ronaldo er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Cech hefur verið á bekknum hjá Chelsea í vetur.
Cech hefur verið á bekknum hjá Chelsea í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ensku blöðin eru með nóg af áhugaverðu slúðri í dag. Kíkjum á það.



Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á markverðinum Petr Cech. (Daily Star)

Faðir Lionel Messi segir að leikmaðurinn gæti mögulega farið í ensku úrvalsdeildina á 200 milljónir punda. (Sun)

Messi segir samt sem áður að ekkert sé í kortunum um að Messi sé á förum frá Barcelona. (Daily Mail)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, íhugar að gera Mats Hummels varnarmann Dortmund að dýrasta varnarmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með því að kaupa hann í janúar. Eliaquim Mangala er dýrasti varnarmaður í sögu deildarinnar í dag en hann kom til Manchester City á 32 milljónir punda í sumar. (The Guardian)

Liverpool vill fá Divock Origi frá Lille strax í janúar en ekki næsta sumar eins og samið hefur verið um. Félagið þarf líklega að borga fimm milljónir punda til að það gangi upp. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur sagt njósnurum sínum að fylgjast með Tyrone Mings varnarmanni Ipswich en hann gæti verið framtíðar eftirmaður John Terry. (Daily Mirror)

Manchester United er að undirbúa tilboð í Adil Rami varnarmann AC Milan. (Daily Star)

Manchester City ætlar að kaupa Juan Cuadrado frá Fiorentina á 28 milljónir punda. (Daily Express)

Manchester United ætlar að selja Angel Di Maria til PSG næsta sumar til að kaupa Gareth Bale eða Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. (Daily Express)

Southampton ætlar að bjóða hægri bakverðinum Nathaniel Clyne nýjan samning en Liverpool hefur sýnt honum áhuga. (Daily Telegraph)

Scott Sinclair gæti farið frá Manchester City í janúar eftir að hafa einungis spilað ellefu leiki á rúmum tveimur árum hjá liðinu. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner