Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. nóvember 2014 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Scott Sinclair vill yfirgefa City
Scott Sinclair.
Scott Sinclair.
Mynd: Getty Images
Sott Sinclair, vængmaður Manchester City, fer ekki leynt með pirring sinn eftir að hafa ekki spilað einungis 11 leiki á tveimur árum.

City greiddi Swansea sjö milljónir punda fyrir leikmanninn og var hann lánaður til WBA allt síðasta ár. Þar spilaði hann einungis sjö leiki og hefur hann því lítið spilað á síðustu tveimur árum.

,,Þetta hefur verið afskaplega pirrandi. Yfir síðustu tvö ár hef ég haldið haus og reynt eins vel og ég get á æfingum og vonandi fengið tækifærið," sagði Sinclair.

,,En á þessari stundu er erfitt fyrir mig að fá tækifærið. Í raun er allt sem ég get gert að meta hlutina á ný í janúar og halda síðan áfram,"

Sinclair hefur einungis spilað í 17 mínútur á þessari leiktíð. Kom hann þá inn sem varamaður í 7-0 sigri á Sheffield Wednesday í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner