Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 20. nóvember 2014 23:44
Elvar Geir Magnússon
Sturridge hefur níu sinnum meiðst á sama lærvöðva
Sturridge hefur þrívegis meiðst á þessu tímabili.
Sturridge hefur þrívegis meiðst á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur fengið sérfræðinga til að skoða sóknarmanninn Daniel Sturridge sem hefur níu sinnum meiðst á sama lærvöðva.

Nú skal reyna að ráða bót á þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll.

Sturridge hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili og verið sárt saknað hjá Liverpool sem aðeins hefur skorað átta mörk og fengið átta stig í átta síðustu deildarleikjum.

Liverpool telur að það sé eitthvað undirliggjandi vandamál sem veldur því að Sturridge sé sífellt að meiðast á þessum stað og það vandamál ætla menn að finna

Á sunnudag heimsækir Liverpool lið Crystal Palace og verður Sturridge fjarri góðu gamni í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner