Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. nóvember 2014 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere fær ekki að spila sem djúpur miðjumaður
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, 22 ára miðjumaður Arsenal, vill spila sem djúpur miðjumaður. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur miðjumanninn unga ekki tilbúinn.

Wilshere hefur verið að spila gífurlega vel í stöðu djúps miðjumanns hjá enska landsliðinu og var maður leiksins í 3-1 sigri á Skotlandi.

Mathieu Flamini hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir frammistöðu sína sem djúpur miðjumaður í fjarveru fyrirliðans, Mikel Arteta.

,,Leikkerfin hjá enska landsliðinu og Arsenal eru ekki nákvæmlega eins," sagði Wilshere.

,,Ég væri til í að spila sem djúpur miðjumaður hjá Arsenal og ég er búinn að tala við stjórann um þetta. Hann segist ekki sjá mig í þessari stöðu eins og er.

,,Mér líkar hlutverk mitt hjá Arsenal því þar fæ ég meira frelsi til að sækja en ég væri samt til í að vera djúpur. Þetta er ákvörðun sem stjórinn þarf að taka. Ég held að Arteta sé meiddur þannig að Flamini er að spila í stöðu djúps miðjumanns.

,,Hann ræður þessu alfarið, ef hann vill að ég spili þarna þá mun ég gera það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner