Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   sun 20. nóvember 2016 17:05
Magnús Már Einarsson
Atli Arnars í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík.

Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV.

Atli hefur leikið með Leikni undanfarin tvö ár en hann spilaði áður með uppeldisfélagi sínu Tindastóli.

Í sumar spilaði Atli alla 22 leiki Leiknis í Inkasso-deildinni og skoraði sex mörk.

Kristján Guðmundsson þjálfaði Leikni í sumar en hann tók við ÍBV í síðasta mánuði.

Atli er annar leikmaðurinn sem ÍBV fær eftir tímabilið en Kaj Leo í Bartalsstovu kom til félagsins frá FH á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner