Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. nóvember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar framlengir við Val
Andri Fannar Stefánsson fagnar í leik í sumar.
Andri Fannar Stefánsson fagnar í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val. Þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Fyrri samningur Andra rann út í október en nú er ljóst að hann verður áfram á Hlíðarenda.

Andri spilaði ellefu leiki með Íslandsmeisturunum í sumar en hann lék bæði í stöðu hægri bakvarðar og á miðjunni.

Hinn 25 ára gamli Andri er uppalinn hjá KA en hann hefur leikið með Val síðan árið 2011.

Þá staðfesti Sigurbjörn að kantmaðurinn Haukur Ásberg Hilmarsson sé á förum frá Val en samningur hans rann út í síðasta mánuði. Haukur hefur undanfarin tvö tímabil verið á láni í Haukum í Inkasso-deildinni.

Sjá einnig:
Komnir/Farnir og samningslausir í Pepsi-deild karla
Athugasemdir
banner
banner
banner