mán 20. nóvember 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona áfrýjar spjöldum
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur ákveðið að áfrýja gula spjaldinu sem varnarmaðurinn Gerard Pique fékk í sigrinum á Leganes um helgina.

Um var að ræða fimmta gula spjaldið sem Pique fær á tímabilinu en það þýðir að hann verður í banni gegn Valencia um næstu helgi.

Ef áfrýjunin verður ekki til greina og Pique verður í banni þá eru Samuel Umtiti og Thomas Vermaelen einu miðverðirnir sem eru klárir fyrir næstu helgi hjá Barcelona.

Javier Mascherano er á meiðslalistanum en hann verður frá keppni í mánuð.

Barcelona hefur einnig áfrýjað gula spjaldinu sem Luis Suraez fékk gegn Leganes um helgina en það var þriðja gula spjaldið sem hann fær á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner