Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. nóvember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Benevento var að slá 87 ára met Man Utd
Mynd: Getty Images
Botnlið ítölsku deildarinnar, Benevento, sem er talið vera undir álögum, var að bæta 87 ára gamalt met frá tímabilinu 1930-1931.

Metið setti Manchester United þegar liðið tapaði fyrstu tólf deildarleikjum tímabilsins í röð, en Benevento er komið í þrettán.

Benevento, sem er að spila í A-deild í fyrsta sinn, var óheppið að tapa gegn Sassuolo um helgina. Federico Peluso skoraði sigurmarkið með skalla í uppbótartíma.

Félagið er það fyrsta í sögu bestu fimm deilda evrópskrar knattspyrnu til að tapa þrettán fyrstu leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner