mán 20. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik semur við tvo unga leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt er frá því að félagið hafi samið við tvo unga leikmenn, þær Hildi Þóru Hákonardóttir og Kristjönu Rún Kristjánsdóttir Sigurz.

Báðar léku þær stórt hlutverk með Augnablik í 2. deild í sumar ásamt því að leika með U17 landsliði Íslands. Þær voru svo kallaðar til æfinga með meistaraflokki Breiðabliks nú á haustmánuðum og hafa staðið sig vel.

Hildur Þóra er fædd árið 2001 og hefur leikið 17 leiki í meistaflokki með Augnablik árin 2016 og 2017 þá á hún 10 landsleiki með U17.

Kristjana er fædd árið 2002 og lék í sumar 13 leiki með Augnablik og 6 leiki með U17 landsliðinu.

Þær eru báðar uppaldar í Breiðabliki.

„Breiðablik óskar þeim hjartanlega til hamingju með samningana og stuðningsmönnum til hamingju með þessa frábæru viðbót við meistaraflokkinn," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner