Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. nóvember 2017 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brighton og Stoke: Ein breyting
Berahino er á bekknum.
Berahino er á bekknum.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Brighton taka á móti Stoke City í mánudagsleik ensku Úrvalsdeildarinnar.

Byrjunarlið beggja liða hafa verið staðfest og er ekki nema ein breyting í heildina.

Þessi breyting er á milli stanganna hjá Stoke þar sem Lee Grant kemur inn fyrir Jack Butland vegna meiðsla hins síðarnefnda.

Brighton hefur ekki tapað síðan liðið fór í heimsókn á Emirates 1. október en Stoke er búið að fá fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum og geymir menn á borð við Saido Berahino, Jese Rodriguez og Ibrahim Afellay á bekknum.

Þrjú stig skilja liðin að í 9. og 15. sæti. Stoke getur klifrað upp um fimm sæti með sigri á meðan Brighton getur jafnað Watford á stigum og dreymt um að blanda sér í evrópubaráttuna.

Brighton: Ryan; Bruno, Duffy, Dunk, Bong; Knockaert, Stephens, Propper, Izquierdo; Gross; Murray
Varamenn: Krul, Goldson, Schelotto, Suttner, March, Brown, Hemed

Stoke: Grant; Zouma, Shawcross, Wimmer; Diouf, Fletcher, Allen, Pieters; Shaqiri, Ramadan; Choupo-Moting.
Varamenn: Haugaard; Berahino, Jese, Afellay, Martins Indi, Adam, Crouch.
Athugasemdir
banner
banner
banner