Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. nóvember 2017 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fjárfestahópur býður í Newcastle
Mynd: Getty Images
Viðskiptajöfurinn Amanda Staveley og fjárfestahópurinn PCP Capital Partners eru búin að bjóða væna fúlgu fjárs til að kaupa Newcastle United af hinum afar óvinsæla Mike Ashley.

Sky greinir frá þessu, en fjárfestahópurinn lagði fram tilboðið seint í síðustu viku.

Newcastle var sett á sölu í haust en óljóst er hvort önnur tilboð hafi borist í félagið. Ekki er vitað hversu mikið PCP bauð í félagið. Heimildarmaður Sky innan herbúða Newcastle segir fregnir þess efnis að tilboðið hljóði uppá 300 milljónir punda ekki vera sannar.

Stór hluti peninganna kemu frá fjárfestum úr Mið-Austurlöndunum en stærsti hlutinn kemur frá Amöndu sjálfri, sem yrði meirihlutaeigandi félagsins.

Líklegt er að sölunni verði ekki lokið fyrr en á næsta ári, en Ashley vill helst selja félagið fyrir jól.
Athugasemdir
banner
banner
banner