Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. nóvember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Graham Poll: Carroll átti að fá rautt eftir sex sekúndur
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að Andy Carroll hafi átt að fá að líta rauða spjaldið eftir einungis sex sekúndur í tapinu gegn Watford í gær. Carroll fór með olnbogann í andlitið á Marvin Zeegelaar í skallaeinvígi.

Þetta var fyrsti leikur Carroll í byrjunarliði síðan hann fékk rauða spjaldið gegn Burnley í síðasta mánuði fyrir olnbogaskot á Ben Mee.

„Þegar þú dæmir hjá West Ham þá stendur nafn Andy Carroll upp úr þegar þú færð liðsuppstillinguna klukkutíma fyrir leik," sagði Poll.

„Þegar hann fer upp í boltann með hendina úti og slær til Marvin Zeegelaar þá myndir þú búast við að dómarinn myndi sjá atvikið og taka á því."

„Hins vegar missti Andre Marriner af atvikinu eða taldi þetta vera í lagi. Kannski var þetta of snemma í leiknum, sjónvarpsupptökur sýna að þetta var eftir sex sekúndur. Miðað við orðspor Carroll þá myndir þú búast við því að svona reyndur dómari myndi gera betur."

Athugasemdir
banner
banner
banner