Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. nóvember 2017 13:15
Elvar Geir Magnússon
Hræringar í stjórninni hjá Fram - „Fram ekki á góðum stað"
Brynjar Jóhannesson.
Brynjar Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sögusagnir hafa verið um innanbúðar deilur hjá Fram milli stjórn knattspyrnudeildar og aðalstjórnar félagsins.

Tveir stjórnarmenn knattspyrnudeildar hafa látið af störfum en það eru Brynjar Jóhannesson, sem var formaður meistaraflokksráðs karla, og Valtýr Björn Valtýsson.

„Félagið er í þeirri stöðu að það þarf mikinn tíma ef það á að koma þessu á einhvern kjöl aftur. Ég á ekki þann tíma, þetta er brjáluð vinna," segir Brynjar í samtali við 433.is.

Hann vill meina að ekki hafi verið deilur innan félagsins en viðurkennir að menn séu „ekki alveg að ganga í takt".

„Félagið er ekki á góðum stað, við getum lítið í fótbolta. Áttunda og níunda sæti í 1. deildinni síðustu tvö ár. Það er ekki boðlegt, það þarf mikið átak ef það á að gera eitthvað," segir Brynjar.

Fram hafnaði í níunda sæti Inkasso-deildarinnar undir stjórn hins portúgalska Pedro Hipólító á liðnu tímabili en Pedro stýrir liðinu áfram.
Athugasemdir
banner
banner