banner
   mán 20. nóvember 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp hrósar Salah og bættum varnarleik
Klopp var í fínum gír á fréttamannafundi.
Klopp var í fínum gír á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en fundurinn var haldinn fyrir viðureignina gegn Sevilla í Meistaradeildinni sem fram fer annað kvöld.

Liverpool innsiglar sæti í 16-liða úrslitum með sigri.

„Ferðalag okkar í þessari keppni hefur verið gott hingað til. Þetta er þó stærsti leikurinn. Við mætum mjög reynslumiklu liði Sevilla í Sevilla. Svona á Meistaradeildin að vera," segir Klopp.

Umtalaðasti leikmaður Liverpool er án nokkurs vafa Mohamed Salah sem hefur verið hreinlega stórkostlegur síðan hann var keyptur til félagsins.

„Hann er þegar búinn að standast allar mínar væntingar! Ég er hrifinn af Mo og mörkunum hans en hef mestan áhuga á því hvernig hann verður á morgun. Annað tilheyrir fortíðinni. Hann er frábær leikmaður. Hann er það snöggur að stundum sérðu hann ekki á æfingum! Hann hefur verið okkur rosalega mikilvægur."

Á fréttamannafundinum sagðist Klopp ánægður með bætingu á varnarleik Liverpool.

„Síðustu vikur hafa verið góðar. Við höfum fengið á okkur eitt mark í síðustu fjórum leikjum og það er góð bæting. Þetta snýst um allt liðið. Þetta byrjar á toppnum og leiðir á botninn. Allir eru farnir að gefa meira af sér varnarlega og heildarmynd liðsins hefur verið góð. Ef við verjumst allir saman þá komumst við framar," segir Klopp.

Joel Matip verður ekki með Liverpool á morgun vegna meiðsla. Matip missti af sigurleiknum gegn Southampton um helgina og ferðaðist ekki til Spánar. Klopp reiknar þó með því að miðvörðurinn verði leikfær þegar Liverpool mætir Chelsea um næstu helgi.

Sjá einnig:
Lallana fór með til Spánar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner