Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. nóvember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pastore gæti farið til Inter í janúar
Mynd: Getty Images
Piero Ausilio, formaður Inter, segir að það sé pláss fyrir Javier Pastore hjá Inter í janúar. Umboðsmaður Argentínumannsins vill selja hann sem fyrst því honum líkar ekki ástandið innan herbúða PSG.

Pastore, sem er 28 ára, gerði garðinn frægan hjá Palermo á sínum tíma og var fenginn til PSG tveimur árum síðar.

„Luciano Spalletti er frábær þjálfari, sá besti á Ítalíu. Með því að fá Pastore til Inter væri hægt að koma Inter á toppinn," sagði Marcelo Simonian, umboðsmaður Pastore, við FCInterNews.it.

„Ég er búinn að lesa um þetta," sagði Ausilio. „Við Simonian erum vinir og höfum ekki enn talað um þetta, en það er alltaf pláss fyrir hæfileikaríka knattspyrnumenn innan okkar raða."
Athugasemdir
banner
banner