Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. nóvember 2017 16:45
Elvar Geir Magnússon
Phil Foden gæti spilað sinn fyrsta mótsleik fyrir City á morgun
Foden var magnaður þegar U17 landslið Englands varð heimsmeistari.
Foden var magnaður þegar U17 landslið Englands varð heimsmeistari.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Phil Foden sé tilbúinn að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðalliðið.

Guardiola íhugar að gefa þessum efnilega miðjumanni byrjunarliðsleik á Etihad á morgun þegar City mætir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu.

Foden var valinn leikmaður mótsins þegar England varð heimsmeistari U17 liða nýlega.

Foden hefur verið að æfa með aðalliði City síðan hann heillaði Guardiola í æfingaferð á liðnu sumri. Strákurinn spilaði meðal annars æfingaleikinn gegn West Ham sem fram fór á Laugardalsvelli.

Guardiola hrósar honum og spænska táningnum Brahim Diaz.

„Þetta eru tveir ungir leikmenn og miðað við það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu, á æfingum og á HM U17, þá eru þeir tilbúnir," segir Guardiola.

„Annars væru þeir ekki að æfa með okkur á hverjum degi. "

Guardiola hyggst hvíla margar stjörnur í leiknum á morgun þar sem City hefur þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner