mán 20. nóvember 2017 10:57
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn West Ham beðnir um að hætta að hringja í neyðarlínuna
Stjórnina burt!
Stjórnina burt!
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Ham hafa verið beðnir um að hætta að hringja í neyðarlínuna til að kvarta yfir slæmri frammistöðu sinna manna.

West Ham tapaði 2-0 fyrir Watford í gær en það var fyrsti leikur liðsins undir stjórn David Moyes.

Á Twitter aðgangi lögreglunnar á svæðinu er sagt að það sé ekki ásættanlegt að fólk sé að hringja vegna West Ham, það sé algjör sóun á dýrmætum tíma fólksins í símverinu.

West Ham er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og ríkir mikil reiði meðal stuðningsmanna liðsins. Hluti af áhorfendum á leiknum í gær voru með borða þar sem kallað var eftir því að stjórn félagsins yrði skipt út.

Eftir tapið í gær kallaði Moyes eftir einingu innan félagsins og sagði nauðsynlegt að stuðningsmenn stæðu með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner