banner
   mán 20. nóvember 2017 11:09
Elvar Geir Magnússon
Tavecchio segir að Conte sé efstur á blaði
Efstur á óskalista forseta ítalska knattspyrnusambandsins.
Efstur á óskalista forseta ítalska knattspyrnusambandsins.
Mynd: Getty Images
Carlo Tavecchio, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnusambandsins, segir að Antonio Conte sé hans fyrsti kostur þegar kemur að því að ráða nýjan landsliðsþjálfara Ítalíu.

Conte hætti sem þjálfari Ítalíu eftir EM 2016 og tók við starfi Chelsea. Hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum fyrr á árinu.

Giampiero Ventura var rekinn úr þjálfarastól ítalska landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komast á HM í Rússlandi.

Massimiliano Allegri, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti hafa allir verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið en Tavecchio segir að Conte sé hans fyrsti kostur.

Allegr segist ekki tilbúinn að taka við Ítalíu á þessum tímapunkti, Mancini er stjóri Zenit í Pétursborg og Ancelotti er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Bayern München.

Reglulega hafa borist fréttir af því að Conte sé ekki fullkomlega sáttur á Stamford Bridge.

Sjá einnig:
Tavecchio: Allt Ventura að kenna
Valtýr Björn pirraður út í Ventura og Tavecchio
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner