Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. nóvember 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tavecchio segir af sér - Biður ítölsku þjóðina afsökunar
Tavecchio.
Tavecchio.
Mynd: Getty Images
Carlo Tavecchio hefur ákveðið að stíga af forsetastóli ítalska knattspyrnusambandsins eftir að ítalska landsliðinu mistókst að komast á HM í Rússlandi.

„Ég bið ítölsku þjóðina afsökunar. Mér finnst þetta leiðinlegt," segir hinn 74 ára Tavecchio.

„Mér mistókst og því stíg ég af stóli. Nú er tími fyrir ítalskan fótbolta að sigla inn í nýjan tíma."

Það var kallað eftir því að Tavecchio myndi axla ábyrgð á því að Ítalía verður ekki með á HM í fyrsta sinn í 60 ár. Áður hafði landsliðsþjálfarinn Giampiero Ventura verið rekinn.

Stjórn ítalska knattspyrnusambandsins fundaði í morgun og eftir þann fund ákvað Tavecchio að forsetatíð sinni væri lokið.

Sjá einnig:
Valtýr Björn pirraður út í Ventura og Tavecchio
Athugasemdir
banner
banner