Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. nóvember 2017 10:37
Elvar Geir Magnússon
Tony Pulis rekinn frá West Brom (Staðfest)
Pulis hefur fengið sparkið.
Pulis hefur fengið sparkið.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri West Bromwich Albion og mun Gary Megson taka við til bráðabirgða.

4-0 tap gegn Chelsea á laugardaginn var síðasta hálmstráið en liðið hefur ekki náð að landa sigri í síðustu ellefu leikjum. Stuðningsmenn voru orðnir ósáttir og farnir að kalla eftir því að Pulis yrði rekinn.

Liðið er einu sæti og einu stigi fyrir ofan fallsæti og ákvað kínverskur eigandi félagsins, Guochaun Lai, að láta Pulis taka pokann sinn.

„Það er aldrei auðvelt að taka svona ákvarðanir en þær eru teknar með hagsmuni félagsins að leiðarljósi," segir stjórnarformaðurinn John Williams.

„Við erum í úrslitabransa og ef við horfum í lok síðasta tímabils og þetta tímabil hingað til þá hafa okkar úrslit verið vonbrigði."

„Við erum þakklátir fyrir framlag Tony, hann hefur lagt mikið á sig á flóknum tíma þar sem félagið gekk í gegnum eigendaskipti. Við óskum honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur."

Pulis tók við West Brom í janúar 2015 og endaði liðið í 13., 14. og 10. sæti undir hans stjórn.

Eins og áður segir tekur Megson við stjórn liðsins til bráðabirgða. Hann var knattspyrnustjóri félagsins 2000-2004 og snéri aftur til starfa hjá því í sumar.

Lai eigandi flaug til Englands frá Kína til að vera viðstaddur leikinn gegn Chelsea. Hans bíður það verkefni að ráða nýjan stjóra fyrir West Brom en Derek McInnes, stjóri Kára Árnasonar og félaga í Aberdeen, er orðaður við starfið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 78 26 +52 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 53 +8 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner