banner
   mán 20. nóvember 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk til Liverpool eða Man City?
Powerade
Van Dijk er fastagestur í slúðurpakkanum.
Van Dijk er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru búin að skila slúðrinu frá sér í dag. Skoðum það!



Manchester City ætlar að berjast við Liverpool um Virgil van Dijk (26) varnarmann Southampton í janúar. (Daily Mirror)

City er einnig að reyna að fá Leon Goretzka (22) miðjumann Schalke en hann verður samningslaus næsta sumar. Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa einnig sýnt Goretzka áhuga. (Daily Mirror)

Harry Kane (24), framherji Tottenham, ætlar að leika með liðinu út ferilinn. (London Evening Standard)

Daniel Sturridge (28) er tilbúinn að fara frá Liverpool. Sturridge vill spila meira og vina sér aftur inn sæti í enska landsliðinu. (Daily Mirror)

Barcelona er að íhuga að bjóða í Mesut Özil (29) leikmann Arsenal í janúar. Andre Gomes gæti farið til Arsenal sem hluti af kaupverðinu. (Don Balon)

Thiago Silva, fyrirliði PSG, segist vera í reglulegu sambandi við Philippe Coutinho leikmann Liverpool. Silva vonar að Coutinho komi til PSG. (Telefoot)

Liverpool og Tottenham eru að fylgjast með David Brooks (20), miðjumanni Sheffield United. (Daily Express)

Arsenal ætlar að greiða Borussia Dortmund 1,8 milljón punda til að fá Sven Mislintat, yfirnjósara félagsins. (Sport Bild)

Real Madrid mun líklega reyna að fá Joachim Löw (57), landsliðsþjálfara Þjóðverja, ef Zinedine Zidane verður rekinn. (Daily Express)
Athugasemdir
banner