Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. nóvember 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Xabi Alonso snýr aftur á Anfield
Alonso vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Alonso vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hefur ekki leikið sinn síðasta leik í búningi Liverpool. Hann mun snúa aftur á Anfield á næsta ári og leika goðsagnaleik milli Liverpool og Bayern München.

Alonso mun spila fyrir bæði lið í leiknum.

Leikurinn fer fram í mars á næsta ári og mun Robbie Fowler vera fyrirliði Liverpool og þá verður Ian Rush spilandi stjóri liðsins.

Steven Gerrard, Jamie Carragher, Dirk Kuyt, Luis Garcia og Daniel Agger munu allir taka þátt.

Í leikmannahópi Bayern verða meðal annars Giovane Elber, Owen Hargreaves og Luca Toni.

Fyrr á þessu ári spilaði goðsagnalið Liverpool gegn Real Madrid og vann 4-3. Viðburðurinn þótti takast gríðarlega vel en yfir 50 þúsund áhorfendur voru á vellinum.

Öll innkoma af leikjunum fara í góð málefni.

„Eftir velgengnina með fyrsta leikinn þá getum við ekki beðið eftir leiknum gegn Bayern. Við ætlum að búa til aðra skemmtun þrátt fyrir að keppnisskapið verði svo sannarlega ekki skilið eftir," segir Fowler.
Athugasemdir
banner
banner