mán 20. nóvember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Zlatan: Meiðslin voru verri en flestir héldu
Zlatan í leiknum á laugardaginn.
Zlatan í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur í lið Manchester United um helgina eftir sjö mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í apríl síðastliðnum.

Í upphafi var reiknað með að Zlatan yrði frá keppni fram í janúar en hann náði að snúa aftur um helgina.

„Í endurhæfingunni hef ég ekki verið að drífa mig. Ég hef fylgt dagskrá dag frá degi. Eina leyndarmálið hefur verið að leggja hart að sér," sagði hinn 36 ára gamli Zlatan.

„Þeir sem standa mér næst vita hvað ég hef verið að gera. Ég var að vinna í fimm eða sex tíma á dag. Þegar þetta gerðist þá sagði ég að það væri ekki möguleiki að gefast upp."

„Ég er mjög stoltur af þessu augnabliki og líka stoltur fyrir hönd allra í kringum mig. Ég hefði ekki getað gert þetta einn. Þetta var ekki eins manns vinna."

„Það komu margir að þessu og þökk sé þeim þá er ég mættur aftur á völlinn og byrjaður að spila. Ef fólk vissi nákvæmlega hvernig meiðslin voru þá væri það í áfalli yfir því að ég sé byrjaður að spila. Þetta var meira en hnéð en ég vil halda því fyrir mig persónulega. Þess vegna hef ég ákveðið að tala ekki um það."

Athugasemdir
banner
banner